Á heimleið Yunus sést hér á De Gaulle-flugvellinum í París í fylgd franskra lögregluþjóna.
Á heimleið Yunus sést hér á De Gaulle-flugvellinum í París í fylgd franskra lögregluþjóna. — AFP/Luis Tato

Nóbelsverðlaunahafinn Muhammad Yunus sagði í gær að samlandar sínir í Bangladess ættu að halda ró sinni og búa sig undir það að reisa landið upp á ný eftir valdatíð Sheikh Hasina, sem flúði til Indlands á mánudaginn.

Yunus mun snúa aftur til Bangladess í dag frá Frakklandi, og er gert ráð fyrir að hann verði settur samdægurs í embætti sem forsætisráðherra til bráðabirgða af hernum, sem nú hefur völdin í landinu í hendi sér. Hasina flúði land eftir margra vikna mótmæli, sem kostuðu að minnsta kosti 455 manns lífið.

„Ef við veljum leið ofbeldisins verður allt glatað,“ sagði Yunus í yfirlýsingu sinni, en hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir að hafa stofnað Grameen-þróunarbankann, en bankinn er sagður hafa aðstoðað milljónir af íbúum landsins við að lyfta sér úr sárri fátækt með því að lána þeim lágar fjárhæðir

...