Fyrsta og eina vísbendingin sem björgunarsveitir höfðu á mánudagskvöld, þegar leit hófst að ferðamönnum við Kerlingarfjöll, var neyðarkall í formi netspjalls á vefsíðu Neyðarlínunnar og þar var gefin upp staðsetning
Kerlingarfjöll 160 manns komu að leitinni og fleiri voru á leiðinni þegar aðgerðum var frestað vegna gruns um að tilkynning um að ferðamenn væru í vanda við Kerlingarfjöll væri gabb.
Kerlingarfjöll 160 manns komu að leitinni og fleiri voru á leiðinni þegar aðgerðum var frestað vegna gruns um að tilkynning um að ferðamenn væru í vanda við Kerlingarfjöll væri gabb. — Morgunblaðið/Einar Falur

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Fyrsta og eina vísbendingin sem björgunarsveitir höfðu á mánudagskvöld, þegar leit hófst að ferðamönnum við Kerlingarfjöll, var neyðarkall í formi netspjalls á vefsíðu Neyðarlínunnar og þar var gefin upp staðsetning. Þegar enginn fannst þar, var byrjað að hraðleita á líklegum stöðum sem gætu passað við atvikalýsinguna sem var gefin upp. Þegar birta tók af degi og skyggni batnaði var byrjað að leita með drónum og þyrlu og þá var fyrst og fremst verið að leita að ummerkjum um

...