Um níu metra langur skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn í gær en á endanum tókst að koma dýrinu á flot. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar fór á vettvang til að meta ástand hvalsins en tegund hans var lengi óljós
Skíðishvalur Talið er að hvalurinn sé steypireyðarkálfur en hann mældist um níu metrar á lengd þegar að björgunarsveitarmenn mældu hann í gær.
Skíðishvalur Talið er að hvalurinn sé steypireyðarkálfur en hann mældist um níu metrar á lengd þegar að björgunarsveitarmenn mældu hann í gær. — Morgunblaðið/Eggert

Geir Áslaugarson

geir@mbl.is

Um níu metra langur skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn í gær en á endanum tókst að koma dýrinu á flot. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar fór á vettvang til að meta ástand hvalsins en tegund hans var lengi óljós. Hafrannsóknastofnun taldi fyrst að um væri að ræða steypireyðarkálf en þegar fleiri myndir bárust var talið líklegra að þar væri sandreyður á ferð.

Hvalurinn komst á flot upp úr fimm í gærkvöldi en Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir ástandið hafa verið tvísýnt um stund.

...