Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur við Leikminjasafnið og leiklistargagnrýnandi Heimildarinnar, leiðir kvöldgöngu á vegum Borgarbókasafns Reykjavíkur, Borgarsögusafns Reykjavíkur, Listasafns Reykjavíkur og Reykjavíkur Bókmenntaborgar Unesco í kvöld kl. 20-21.30. Í viðburðarkynningu er bent á að leikhúsið hafi löngum verið einn af griðastöðum hinsegin fólks. „Í göngunni verður hulunni svipt af þessum hinsegin heimi og nokkrir vel valdir staðir skoðaðir með öðruvísi gleraugum en leikhúsgesturinn er kannski vanur að nota.“ Gangan hefst við Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15, er ókeypis og fer fram á íslensku.