Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Á næstu vikum hefja tugþúsundir grunnskólabarna nám í grunnskólum landsins. Spennandi tímar í lífi barna þar sem að kynni við vini eru endurnýjuð og nýir kennarar hitta nemendur. Nýtt skólaár er fullt af möguleikum til vaxtar og náms og heill nýr árgangur mætir eftirvæntingarfullur í grunnskólann. En nú er komið að tímamótum. Í fyrsta skipti á Íslandi verða skólamáltíðir gjaldfrjálsar fyrir öll börn. Þetta skref gerir grunnskólanna opnari, skólamáltíðin verður hluti af skólastarfinu, þar sem börn eru ekki dregin í dilka eftir efnahagslegri stöðu foreldra. Almennir grunnskólar eru öflugasta jöfnunartæki sem við eigum og mynda mikilvæga félagslega innviði. Eins og aðra mikilvæga innviði á að fjármagna grunnskólana úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins.

Engin tapar á fullum maga

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru hluti af yfirlýsingu stjórnvalda um aðgerðir til að styðja við

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir