Sigurbjörg Unnur Þengilsdóttir fæddist 30. apríl 1936. Hún lést 20. júlí 2024. Útför hennar fór fram 7. ágúst 2024.

Nú leitar hugur okkar norður til Ólafsfjarðar þar sem kær frænka og vinkona verður lögð til hinstu hvíldar. Hún hét Sigurbjörg Þengilsdóttir en var ávallt kölluð Lilla. Eiginmaður hennar var Stefán Ásberg, hann lést fyrir nokkrum árum.

Stebbi og Lilla eignuðust mannvænleg börn og barnabörn. Þau bjuggu lengi á Þóroddsstöðum sem eru aðeins innar við Ólafsfjörðinn, þaðan sem útsýn er fögur yfir vatnið. Þeir frændurnir Stebbi og Anton eiginmaður minn komu í þennan heim með þriggja daga millibili og urðu upp frá því óaðskiljanlegir vinir þar til Anton fluttist suður til starfa.

Hvert sumar áttu þeir samt marga glaða daga saman. Þá bættist Lilla frænka Antons aldeilis í hópinn með öll sín gæði

...