Sigríður G. Jósteinsdóttir fæddist 2. október 1935. Hún lést 29. júlí 2024.

Útför Sigríðar fór fram 7. ágúst 2024.

Elsku amma Sissa hefur nú kvatt okkur eftir langa og viðburðaríka ævi og mikið barnalán. Ég á ógrynni af minningum frá ömmu og afa. Þótt ég hafi ungur flutt suður kom ég oft á ári í heimsókn og þær voru ófáar gistinæturnar á Höfðagötu 5. Það var alltaf stutt í húmorinn og smitandi hláturinn og pönnukökurnar eru óteljandi sem ég og aðrir gestir fengu hjá henni, þær allra bestu! Þegar ég og stundum Haraldur Garðar og fleiri komum til ömmu úr dorgveiðiferðum var amma ávallt reiðubúin að hjálpa við að flaka og jafnvel steikja aflann sem var svo borðaður á staðnum! Eftir að ég svo stofnaði fjölskyldu og við fluttum til Hólmavíkur urðum við strax fastagestir og Guðný Lilja mín fékk þá alltaf sneið af möndluköku og spreytti sig svo

...