„Við Viktor Weisshappel lentum á spjalli fyrir nokkrum mánuðum um Alfreð Flóka og þá staðreynd að hann sýndi alltaf einungis í ágústmánuði. Við vorum sammála um að það yrði nú einhvern tímann að halda sýningu honum til heiðurs í ágúst og spjallið vatt upp á sig
Súrrealismi Verk eftir ljósmyndarann Telmu Har sem verður á sýningunni.
Súrrealismi Verk eftir ljósmyndarann Telmu Har sem verður á sýningunni.

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Við Viktor Weisshappel lentum á spjalli fyrir nokkrum mánuðum um Alfreð Flóka og þá staðreynd að hann sýndi alltaf einungis í ágústmánuði. Við vorum sammála um að það yrði nú einhvern tímann að halda sýningu honum til heiðurs í ágúst og spjallið vatt upp á sig. Þetta varð til þess að við ákváðum að heyra í listamönnum og grafískum hönnuðum sem okkur fannst vera að vinna með stílbrigði og viðfangsefni sem voru Flóka hugleikin og setja upp sýningu með þeim,“ segir myndlistarkonan Solveig Pálsdóttir. Sýningin, sem fékk titilinn Undir áhrifum Flóka / Complex Influence verður opnuð í sýningarrýminu Á milli í Ingólfsstræti 6 í dag.

Í súrrealískum draumheimi

Um tuttugu listamenn og hönnuðir taka þátt í sýningunni og eins

...