Þorvaldur Halldórsson söngvari lést að morgni mánudagsins 5. ágúst á Spáni á áttugasta aldursári eftir stutt veikindi. Þorvaldur fæddist á Siglufirði 29. október 1944 og hóf þar tónlistariðkun sem gítar- og klarinettuleikari en á menntaskólaárum…

Þorvaldur Halldórsson söngvari lést að morgni mánudagsins 5. ágúst á Spáni á áttugasta aldursári eftir stutt veikindi.

Þorvaldur fæddist á Siglufirði 29. október 1944 og hóf þar tónlistariðkun sem gítar- og klarinettuleikari en á menntaskólaárum sínum á Akureyri hóf hann að syngja með Busabandinu og síðar Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri sveitum. Með Ingimar sló hann í gegn með laginu Á sjó sem síðan varð eins konar einkennislag Þorvaldar en fleiri vinsæl lög með honum fylgdu í kjölfarið á smáskífum hljómsveitarinnar og sólóplötu, s.s. Hún er svo sæt, Mig dregur þrá, Sumarást, Ég tek hundinn, Ég er sjóari og Sailor á Sankti Kildu.

Þorvaldur fluttist suður yfir heiðar snemma á áttunda áratugnum en minna fór fyrir honum á tónlistarsviðinu eftir það. Hann starfaði um tíma með hljómsveitinni Pónik og gaf út nokkrar sólóskífur, sumar þeirra innihéldu kristilega

...