Spænsku knattspyrnumennirnir Álvaro Morata og Rodri hafa verið úrskurðaðir í eins leiks bann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna söngva í fagnaðarlátum eftir að spænska landsliðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í Þýskalandi fyrr í sumar. Spánn lagði England að velli, 2:1, í úrslitaleiknum og í fagnaðarlátunum sungu Morata og Rodri: „Gíbraltar er spænskt!“ Gíbraltar er smáríki við syðsta odda Spánar sem hefur verið undir stjórn Bretlands frá því á 18. öld, en tilheyrði áður Spáni.

Spánn hrósaði sigri í blandaðri maraþongöngu sem fór fram í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í París í gær. Teymi Spánar var skipað þeim Álvaro Martín og Maríu Pérez. Martín og Pérez komu fyrst í mark á 2:50,31 klukkustundum. Bæði unnu þau þar með ólympíugull í fyrsta sinn en Martín var áður búinn að vinna til bronsverðlauna í 20 km göngu karla og Pérez

...