„Ég átti góð uppvaxtarár á heimili þar sem aðhaldssemi var í hávegum höfð, mamma vann heima og pabbi var bifvélavirki á strætisvagnaverkstæðinu í bænum,“ segir Jørn Lier Horst sem skammlaust má setja í flokk þeirra sem munda stílvopn…
Tvöfalt líf Jørn Lier Horst var rannsóknarlögreglumaður um árabil en stóð að lokum á krossgötum.
Tvöfalt líf Jørn Lier Horst var rannsóknarlögreglumaður um árabil en stóð að lokum á krossgötum. — Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég átti góð uppvaxtarár á heimili þar sem aðhaldssemi var í hávegum höfð, mamma vann heima og pabbi var bifvélavirki á strætisvagnaverkstæðinu í bænum,“ segir Jørn Lier Horst sem skammlaust má setja í flokk þeirra sem munda stílvopn sitt í yfirþungavigtarflokki norskra glæpasagnahöfunda – og skandinavískra ef víðar væri leitað.

Við sitjum á glæsilegu heimili rannsóknarlögreglumannsins fyrrverandi í Larvik í hinu smáa norska fylki Vestfold með útsýn yfir hafflötinn milli Larvik og Stavern. Blaðamaður og ljósmyndari eru gestkomendur frá Porsgrunn í nágrannafylkinu Telemark

...