Fátt er sem sýnist

Tilveran breytist. Stutt er síðan Starmer forsætisráðherra fagnaði gríðarlegum kosningasigri, þar sem lunginn af sætum í neðri deildinni var setinn þingmönnum hans, sem íhaldsmenn höfðu áður vermt. Starmer hafði þó „aðeins“ fengið 36% atkvæða, en til samanburðar hafði Boris íhaldsforingi fengið í desember 2019 43% atkvæða og fengið tugi meirihluta þingsæta, þótt það slagaði ekki upp í fjöldann, sem Starmer státaði af. En vandi Starmers er, að því fer fjarri að hann geti treyst á langa setu, á borð við það sem Blair gat státað af forðum tíð. Starmer vonast þó til, að ólund „hægri öfgamanna“ fjölgi slíkum kostum. Það voru töluverðar óeirðir í síðustu tíð Íhaldsflokksins, en þær voru aðeins „eðlilegt stillt andhóf og kynning sjónarmiða“, þar sem lagst var í hlekki á aðalgötum Lundúna og ekkert „öfgakennt“ við það, enda

...