Rússneskur píanóleikari lést nýverið í fangabúðunum Birobídsjan meðan hann beið réttarhalda yfir sér vegna gagnrýni á rússneska herinn og stjórnvöld. Þessu greinir AP frá og vísar í frétt sjálfstæða rússneska fréttamiðilsins Mediazona

Rússneskur píanóleikari lést nýverið í fangabúðunum Birobídsjan meðan hann beið réttarhalda yfir sér vegna gagnrýni á rússneska herinn og stjórnvöld. Þessu greinir AP frá og vísar í frétt sjálfstæða rússneska fréttamiðilsins Mediazona. Pavel Kúsjnír var handsamaður í maí eftir að hafa í myndbandi, sem birtist á YouTube-rás hans, gagnrýnt Kreml, Pútín og innrás Rússa í Úkraínu. Vegna orða sinna var hann sakaður um að hafa hvatt til hryðjuverka. Samkvæmt upplýsingum frá Rus Sidyashchaya, samtökum sem verja fanga í Rússlandi, hóf Kúsjnír hungurverkfall í fangelsinu sem að lokum dró hann til dauða. Hann varð 39 ára gamall. Kúsjnír lauk námi frá Tsjajkovskíj-tónlistarháskólanum í Moskvu og spilaði sem einleikari með fílharmóníusveitunum í Kúrsk og Kúrgan áður en hann réð sig til fílharmóníusveitarinnar í Birobídsjan á síðasta ári.