Vladimír Pútín
Vladimír Pútín

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fordæmdi í gær Úkraínumenn og sagði þá hafa ráðist á óbreytta borgara í Kúrsk-héraði í Rússlandi með stórskotaliði og eldflaugahríð, en Úkraínuher réðst inn í héraðið í fyrradag. Um er að ræða umfangsmestu aðgerðir Úkraínumanna innan landamæra Rússlands frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.

Pútín fundaði í gær með þjóðaröryggisráði sínu, en Valerí Gerasímov, yfirmaður rússneska herráðsins, sagði þar að Rússaher hefði náð að stemma stigu við framrás Úkraínumanna í héraðinu. Sagði Gerasímov að allt að 1.000 úkraínskir hermenn hefðu tekið þátt í innrásinni. » 44