Hér eftir getur enginn haldið því fram að Hamas séu annað en hryðjuverkasamtök

Hryðjuverkasamtökin Hamas hafa valið Yahya Sinwar sem nýjan stjórnmálaleiðtoga sinn, eins og það er kallað, í stað Ismails Haniyehs, sem féll í sprengingu í Teheran á dögunum. Sinwar er fjarri því nýr á toppi Hamas og breytingin sem þessu fylgir verður líklega engin. Ástandið gæti þó frekar versnað ef eitthvað er því að Sinwar hefur verið álitinn blóðþyrstur í meira lagi, jafnvel í samanburði við félaga sína sem leiða þessi samtök, og er þá nokkuð sagt.

Sinwar hefur um árabil leitt starfsemi hryðjuverkasamtakanna á Gasasvæðinu og er talinn helsti skipuleggjandi árásarinnar á almenna borgara í Ísrael fyrir tíu mánuðum þegar um tólf hundruð létu lífið og á þriðja hundrað voru numin á brott og mættu skelfilegum örlögum, margir dauða.

Hann hefur lengi verið á lista Bandaríkjanna yfir helstu hryðjuverkamenn heims og sat í meira en tvo áratugi

...