Undanúrslit Alfreð Gíslason má vel við una eftir sigurinn í gær.
Undanúrslit Alfreð Gíslason má vel við una eftir sigurinn í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Karlalið Þýskalands í handbolta, sem Alfreð Gíslason þjálfar, vann magnaðan 35:34-sigur eftir framlengingu á gestgjöfum Frakklands þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í París í gær. Renars Uscins, sem skoraði 14 mörk, tryggði Þjóðverjum framlengingu með jöfnunarmarki á lokasekúndu venjulegs leiktíma og skoraði sigurmarkið í framlengingunni. Spánn lagði Egyptaland eftir framlengingu, 29:28, og Danmörk vann Svíþjóð, 32:31.