Atburðarás í aldagamalli sögu átaka og deilna þjóða og þjóðarbrota er margflókin.
Óttar Felix Hauksson
Óttar Felix Hauksson

Óttar Felix Hauksson

Sæll, Ögmundur.

Mig langar í fyrstu að þakka þér fyrir ýmis góð tilskrif í blaðið á síðustu árum. Mér fannst ég þó ekki geta orða bundist þegar ég las skýringu þína á 43. vísu Hávamála í mbl. 6. júlí sl. Þrátt fyrir að merking vísunnar sé bókstafleg, þá er líkt og þú misskiljir merkingu hendingarinnar „en óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera“.

Útlegging þín: Í NATÓ eru vinir okkar, verum vinir þeirra en vingumst alls ekki við óvini þeirra.

Þetta er nú ekki svo í tilvitnuðum vísuorðum. Rétt er að enginn skuli vingast við vini óvinar síns. Það er kannski langsótt fyrir íslenska þjóð að heimfæra þetta því við teljum okkur ekki eiga neinn óvin meðal þjóða. Búum þó til hugsanlegt dæmi: Ef við litum t.d. á Rússland

...