Fimm íslenskir íþróttamenn eru á leið á Paralympics sem verða settir í París 28. ágúst. Á blaðamannafundi í Toyota í Kauptúni í gær voru keppendurnir fimm kynntir til leiks. Hópurinn, sem inniheldur fjóra sundmenn og eina frjálsíþróttakonu, heldur utan til Parísar 24
Fimm Már Gunnarsson, Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Róbert Ísak Jónsson, Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir fyrir framan.
Fimm Már Gunnarsson, Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Róbert Ísak Jónsson, Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir fyrir framan. — Morgunblaðið/Eggert

Paralympics

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Fimm íslenskir íþróttamenn eru á leið á Paralympics sem verða settir í París 28. ágúst. Á blaðamannafundi í Toyota í Kauptúni í gær voru keppendurnir fimm kynntir til leiks.

Hópurinn, sem inniheldur fjóra sundmenn og eina frjálsíþróttakonu, heldur utan til Parísar 24. ágúst til lokaundirbúnings en fyrsti íslenski keppandinn stígur á stokk 29. ágúst.

Róbert Ísak í annað sinn

Róbert Ísak Jónsson úr Firði og SH ríður á vaðið 29. ágúst þegar hann keppir í 100 metra flugsundi 29. ágúst.

Róbert Ísak keppir í S14 flokki þroskahamlaðra og tekur nú þátt á sínum öðrum Paralympics, en hann keppti líka á mótinu

...