Við erum öll ólík hvert á sinn hátt. Við erum ekki jöfn eða eins. Hlutfallslegir yfirburðir einstaklinga hjálpa þeim að skara fram úr.
Friðjón R. Friðjónsson
Friðjón R. Friðjónsson

Friðjón R. Friðjónsson

Um komandi helgi lýkur Hinsegin dögum í Reykjavík með gleðigöngunni. Nú sem fyrr er mikilvægt að minna á rétt fólks til að elska og vera þeir sem þeir eru og kjósa að vera. Það er líka mikilvægt að minna á að heimurinn er ekki að farast þótt hann breytist. Vegna þess að heimurinn er alltaf að breytast, alla daga, allar stundir. Ég skil að fólki finnst erfitt að þurfa alltaf að vera að læra eitthvað nýtt. Það Ísland sem ég fæddist inn í fyrir rúmri hálfri öld var einfaldara, einsleitara og ábyggilega auðveldara fyrir marga. Hommar og lesbíur var eitthvað sem hvíslað var um eða notað sem skammaryrði. Fólk af öðru litarhafti en náfölu hlaut að vera erlent. Sem betur fer er Ísland fjölbreyttara, opnara og umburðarlyndara en það var þá.

Fyrir tæpum tveimur árum ályktaði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi, að Ísland sé, og eigi

...