Letsile Tebogo frá Botsvana kom fyrstur í mark og vann til síns fyrsta ólympíugulls í 200 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í París í gærkvöld. Tebogo, sem er 21 árs, hljóp á 19,46 sekúndum og skaut þannig þremur Bandaríkjamönnum ref fyrir rass. Kenneth Bednarek varð annar á 19,62 sekúndum og Noah Lyles, sigurvegarinn í 100 metra hlaupi, varð þriðji á 19,70 sekúndum. Lyles, sem þótti sigurstranglegur í 200 metrunum, greindi fréttamönnum frá því eftir hlaupið að hann væri smitaður af kórónuveirunni en að hann hafi samt ákveðið að hlaupa.

Knattspyrnukonan Simona Meijer er gengin til liðs við Keflavík. Hún er 19 ára gömul, leikur í stöðu miðjumanns og er landsliðskona Norður-Makedóníu. Keflavík er í tíunda og neðsta sæti Bestu deildar kvenna, þremur stigum frá öruggu sæti.

Stjörnum prýtt

...