Skattlagning ríkis og sveitarfélaga skal taka mið af þörfum hverju sinni. Fasteignaskattar GOGG námu 2/3 hlutum ráðstöfunartekna árið 2023.
Lára V. Júlíusdóttir
Lára V. Júlíusdóttir

Lára V. Júlíusdóttir

Sú var tíðin að í Grímsnesi og Grafningi bjó margt fátækt fólk sem átti ekki í nein hús að venda, gekk á milli bæja og var á framfæri hreppsins. Þetta var 18. öldin. Nú er öldin önnur, sú 21.

Fjöldi fólks býr nú í frístundahúsum í hreppnum, flestir á sínu eigin landi og í sínum eigin húsum og greiða fasteignaskatta til sveitarfélagsins. Fimmtungur allra frístundahúsa landsins, yfir 3.300 hús, er staðsettur í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þetta fólk, íbúar frístundahúsanna, heldur uppi fjárhag sveitarfélagsins. Fasteignaskattar nema 2/3 hluta ráðstöfunartekna hreppsins og eru með því hæsta á landinu. Tekjur hreppsins af fasteignasköttum eingöngu námu kr. 1.476.635 á hvern einasta íbúa hreppsins 2023, en íbúarnir voru um sl. áramót 539.

Frístundahúsafólkið í hreppnum nýtur þó

...