Heimtaug nefnist sýning sem Eirún Sigurðardóttir opnar í Listasafni Svavars Guðnasonar á Höfn á morgun, laugardag, milli klukkan 17 og 18.30. Að sögn Eirúnar er sýningin marglaga í einfaldleika sínum
Útsaumur Eirún sýnir á Höfn.
Útsaumur Eirún sýnir á Höfn. — AFP/Julien De Rosa

Heimtaug nefnist sýning sem Eirún Sigurðardóttir opnar í Listasafni Svavars Guðnasonar á Höfn á morgun, laugardag, milli klukkan 17 og 18.30.

Að sögn Eirúnar er sýningin marglaga í einfaldleika sínum. „Hún fjallar í stuttu máli um að eiga heima, hvort sem það tengist ákveðnum stað á jörðinni, fjölskyldu eða ástinni. Geta rótað sig, tekið á móti nýjungum, aðlagast, þroskast, þróast í ólíkum aðstæðum. Þetta eru allt útsaumsverk, unnin með norskri ull í heitum litum,“ skrifar Eirún í kynningu á sýningunni.

Þar kemur fram að hún tengist Hornafirði sterkum böndum þó hún eigi enga ættingja þar lengur. „En hvenær er maður líka einhvers staðar frá? Hvenær verður maður Íslendingur, Hornfirðingur, jarðarbúi? Hvenær verður miðamerísk kartafla að íslenskri rauðri?“