Ríkið og einkafyrirtæki hafa komist að samkomulagi um að breyta 60 hektara landbúnaðarlandi í eigu ríkisins í Gunnarsholti í iðnaðar- og athafnasvæði. Forsaga málsins er sú að FSRE (Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir) gerði fyrir hönd ríkissjóðs…
vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv
vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Baksvið

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Ríkið og einkafyrirtæki hafa komist að samkomulagi um að breyta 60 hektara landbúnaðarlandi í eigu ríkisins í Gunnarsholti í iðnaðar- og athafnasvæði.

Forsaga málsins er sú að FSRE (Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir) gerði fyrir hönd ríkissjóðs markaðskönnun og óskaði eftir að leigja út landsvæði innan Gunnarsholts í Rangárþingi ytra. Atvinnustarfsemin sem þær færi fram skyldi tengjast starfseminni sem fram fer hjá Landi og skógi í Gunnarsholti. Óskað var eftir greinargóðri viðskiptaáætlun á tillögu fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð yrði á svæðinu. Aðeins ein umsókn barst um verkefnið, frá félaginu Gbest ehf. Stjórnarmaður fyrirtækisins er Páll Þór Magnússon.

...