Guðrún Bjarnadóttir kennari fæddist 30. janúar 1939 í Hafnarfirði. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 26. júlí 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Guðmundsson frá Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, f. 18. september 1897, d. 20. febrúar 1976, og Sigríður Helgadóttir frá Melshúsum í Hafnarfirði, f. 10. júlí 1905, d. 8. mars 1994. Systkini Guðrúnar eru: Halldór, f. 17. nóvember 1930, d. 31. júlí 1980, Kristín, f. 17. september 1933, d. 4. mars 2022, Þórarinn, f. 18. febrúar 1937, d. 27. apríl 2017, Birna Helga, f. 30. nóvember 1941, og Auður, f. 25. desember 1944.

Guðrún giftist 28. maí 1966 Þorvaldi G. Jónssyni frá Innra-Hólmi í Innri-Akraneshreppi, f. 30. júlí 1940, d. 12. maí 2010. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Sigurrós Gunnarsdóttir, f. 1912, d. 2001, og Guðmundur Sigurður Th. Jónsson, f. 1907, d. 1995. Guðrún og

...