Spariborg Hengdir eru upp regnbogafánar og Menningarnæturfánar í aðdraganda Hinsegin daga og Menningarnætur í Reykjavík.
Spariborg Hengdir eru upp regnbogafánar og Menningarnæturfánar í aðdraganda Hinsegin daga og Menningarnætur í Reykjavík. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

„Að sjálfsögðu er Reykjavíkurborg sett í sitt fínasta púss þegar það er hátíð. Maður tekur til áður en maður býður gestum heim,“ segir Aðalheiður Sveinsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg.

Hinsegin dagar í Reykjavík standa nú yfir og þann 24. ágúst verður Menningarnótt, afmælishátíð Reykjavíkurborgar, haldin.

Hinsegin dagar voru formlega settir á þriðjudag og ná hápunkti á morgun þegar Gleðigangan verður gengin frá Hallgrímskirkju og endar við gatnamót Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar.

Tekið til í aðdraganda hátíða

Aðalheiður segir að í aðdraganda hátíða séu göturnar sópaðar, tekið sé til í blómabeðum, blómum sé plantað og grasið sé slegið úti um alla borg. „Svo hengjum við upp fána, eins og núna eru regnbogafánar niðri

...