50 ára Gunnar er Reykvíkingur, ólst upp í Fossvogi til tíu ára aldurs og síðan í Ártúnsholti. Hann býr í Grafarholti. Gunnar er stúdent frá Versló og er forstöðumaður sölusviðs hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Learncove. Áhugamálin eru frumkvöðlastarfsemi, fjallgöngur og geðheilbrigðismál.


Fjölskylda Börn Gunnars eru Emma Ósk, f. 2005, Axel Páll, f. 2007, og Þórhildur Karen, f. 2010. Foreldrar Gunnars eru hjónin Kristrún Pétursdóttir, f. 1949, fv. skrifstofumaður, og Jón Kristinn Gunnarsson, f. 1949, byggingaiðnfræðingur. Þau eru búsett í Hafnarfirði.