Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur tel­ur að það hafi ekki vakað fyr­ir Dag­björtu Guðrúnu Rún­ars­dótt­ur að bana sam­býl­is­manni sín­um í aðdrag­anda and­láts hans. Tel­ur dóm­ur­inn að draga megi þá álykt­un að Dag­björt hafi í fyrstu beitt mann­inn…
Manndráp Kona var í júlí dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í 10 ára fangelsi fyrir að ráða sambýlismanni sínum bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík.
Manndráp Kona var í júlí dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í 10 ára fangelsi fyrir að ráða sambýlismanni sínum bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur tel­ur að það hafi ekki vakað fyr­ir Dag­björtu Guðrúnu Rún­ars­dótt­ur að bana sam­býl­is­manni sín­um í aðdrag­anda and­láts hans. Tel­ur dóm­ur­inn að draga megi þá álykt­un að Dag­björt hafi í fyrstu beitt mann­inn al­var­leg­um lík­ams­meiðing­um í trausti þess að hann myndi lifa það af.

„Á hinn bóg­inn var ákærðu ljóst hversu bág­borið ástand hans var og henni gat ekki dulist að áfram­hald­andi lík­ams­meiðing­ar, sér í lagi á viðkvæm­um lík­ams­pört­um eins og hálsi, væru lík­leg­ar til að bana brotaþola,“ seg­ir í dómi héraðsdóms sem hefur nú verið birtur á vef dómstólsins.

Dag­björt var dæmd í 10 ára fang­elsi í lok júlí og gert að greiða tveimur börnum mannsins samtals fjórar milljónir króna í bætur.

Þá er tekið fram í dómn­um, að ekk­ert hafi komið fram í mál­inu sem bendi til þess að Dag­björt hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sín­um á verknaðar­stundu. Styðst það við niður­stöðu mats­gerðar í mál­inu

...