Af þeim 2.600 manns sem störfuðu hjá vinnuveitendum með aðsetur í Grindavík í október fengu rúmlega 2.200 manns enn laun frá þeim í lok maí. Því eru um 17,8% færri launþegar í Grindavík nú en í október
Grindavík Íbúar í Grindavík þurftu að yfirgefa heimili sín í nóvember.
Grindavík Íbúar í Grindavík þurftu að yfirgefa heimili sín í nóvember. — Morgunblaðið/Eggert

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir

vally@mbl.is

Af þeim 2.600 manns sem störfuðu hjá vinnuveitendum með aðsetur í Grindavík í október fengu rúmlega 2.200 manns enn laun frá þeim í lok maí. Því eru um 17,8% færri launþegar í Grindavík nú en í október. Eftir fækkun í upphafi jarðhræringanna hefur ekki orðið mikil breyting á fjölda launþega hjá fyrirtækjum í bænum.

Þetta kemur fram í samantekt fjármála- og efnahagsráðuneytisins, um fjárhagsleg afdrif fólks sem bjó eða starfaði í Grindavík. Ráðuneytið safnar mánaðarlega upplýsingum um fjárhagsleg afdrif fólks

...