Úrslit Þórir Hergeirsson hafði ástæðu til að fagna í gærkvöldi.
Úrslit Þórir Hergeirsson hafði ástæðu til að fagna í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, og gestgjafar Frakklands mætast í úrslitaleik handknattleiks kvenna á Ólympíuleikunum í París á morgun.

Noregur lagði Danmörku í undanúrslitum í gærkvöldi, 25:21, og freistar Þórir þess að vinna sitt annað ólympíugull sem þjálfari Noregs.

Í gær lögðu heims- og ólympíumeistarar Frakklands Svíþjóð að velli, 31:28, eftir framlengingu.