Þór­unn Hanna Gunn­ars­dótt­ir mun hlaupa í Reykja­vík­ur maraþon­inu til styrkt­ar Ern­in­um sem er minn­ing­ar- og styrkt­ar­sjóður fyr­ir börn og ung­linga sem hafa misst foreldri eða náinn ástvin. Sjálf er Þór­unn afar þakk­lát Ern­in­um fyr­ir stuðning fé­lags­ins eft­ir að hún missti mömmu sína aðeins 13 ára göm­ul. Þór­unn stefn­ir á hálft maraþon og hef­ur þegar safnað yfir 350 þúsund krón­um fyr­ir Örn­inn. Hún mætti í Ísland vakn­ar í gærmorg­un og ræddi við þau Bolla Má, Þór Bær­ing og Krist­ínu Sif.

Viðtalið má finna í heild sinni á K100.is.