Íslenskir neytendur geta dæmt um hve tvíkeppnisfyrirtækin Festi hf. og Hagar hf. eru nærri fullkominni samkeppni með 3-4% hagnað af veltu.
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason

Ritari hefur lengi haft áhuga á stjórnmálum og hagfræði. Vegna þessara áhugamála var ritari óskaplega leiðinlegt barn. Ekki síst þegar þessi áhugamál blönduðust saman.

Um miðja síðustu öld telst ritara til að starfræktar hafi verið átta smjörlíkisgerðir í landinu og allar höfðu smjörlíkisgerðirnar það nokkuð gott. Svo gerðist það að þrjár af þessum átta smjörlíkisgerðum sameinuðust, fyrst í Afgreiðslu smjörlíkisgerðanna hf., sem síðar varð Smjörlíki hf. Bakarar í Reykjavík héldu sinni smjörlíkisgerð fyrir utan í Sultu- og efnagerð bakara. Þá voru tvær smjörlíkisgerðir á Akureyri, ein fyrir Framsóknarflokkinn og önnur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Og Ísfirðingar höfðu sína smjörlíkisgerð.

Verndari smjörlíkisgerða

Verndari smjörlíkisgerðanna var

...