Á yngri árum var ég ekki áhugasamur um sjónvarpsefni frá hinum norrænu löndunum. Líklega þótti það ekki svalt á vissum aldri. Nú þegar ég er (ný)skriðinn af gelgjunni hefur þetta breyst. Hjá streymisveitunni Viaplay er hægt að finna efni sem ég hefði annars ekki rekist á
1973 Olof Palme ásamt Ólafi Jóhannessyni.
1973 Olof Palme ásamt Ólafi Jóhannessyni. — Morgunblaðið/Ólafur K.

Kristján Jónsson

Á yngri árum var ég ekki áhugasamur um sjónvarpsefni frá hinum norrænu löndunum. Líklega þótti það ekki svalt á vissum aldri. Nú þegar ég er (ný)skriðinn af gelgjunni hefur þetta breyst.

Hjá streymisveitunni Viaplay er hægt að finna efni sem ég hefði annars ekki rekist á. Til dæmis heimildarþætti sem mér þóttu áhugaverðir eins og ítarlegir sænskir þættir um rannsóknina á morðinu á Olof Palme. Þeir voru reyndar gerðir áður en lögreglan lokaði málinu vegna grunsemda um hinn svokallaða „Scandia man“ sem Bjarni Pétur Jónsson fræddi Boga Ágústsson um í fréttunum á sínum tíma.

Einnig get ég nefnt þætti þar sem sænskur blaðamaður reynir að rekja blóðuga slóð sænsks fjöldamorðingja sem skaut ófáa innflytjendur til bana í Malmö. Gerir það

...