Hinsegin dagar standa yfir þessa vikuna og munu eflaust setja svip á mannlífið. Pétur Stefánsson var fljótur að kveikja á perunni:

Fjölbreytileika fagna ber,

fúllyndi glittir vart í.

Hér á landi hafið er

Hinsegindagapartí.

Dagbjartur Dagbjartsson tók undir með honum:

Margt er skreytt til margslags kyns

en mjöðinn farið spart í,

ofsafjörugt er hér hins-

egindagapartí

Davíð Hjálmar Haraldsson virti fyrir sér ljósmynd af erlendum ferðamönnum og sá nokkuð merkilegt við hana:

Ýmislegt finnst hér utan sviga,

útlenskum þykir margt að sjá.

Ferðamenn látnir labba upp

...