Hjörtur Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri og framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi 10. febrúar 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 23. júlí 2024.

Foreldrar hans voru Þórarinn G. Árnason (1892-1929) bóndi á Miðhúsum og Steinunn Hjálmarsdóttir (1898-1990) húsfreyja. Stjúpfaðir Hjartar var Tómas Sigurgeirsson (1902-1987) bóndi á Reykhólum.

Alsystkini Hjartar voru Kristín Lilja (1922-2013), Þorsteinn (1923-1998), Sigurlaug Hrefna (1924-2012), og Anna (1925-2017). Hálfsystkini Hjartar, sammæðra, voru Kristín Ingibjörg Tómasdóttir (1932-2021) og Sigurgeir Tómasson (1933-1993).

Hjörtur kvæntist 18. júlí 1957 Ólöfu Sigurðardóttur hússtjórnarkennara, f. 25.11. 1927, d. 4.8. 1995. Foreldrar hennar voru Sigurður Z. Gíslason, (1900-1943) prestur

...