Austurríska leyniþjónustan greindi frá því í gær að 19 ára öfgamaður og stuðningsmaður hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams hefði lagt á ráðin um sjálfsvígsárás á tónleika, sem bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift ætlaði að halda í Vínarborg
Vín „Swift-ínur“ komu saman í Kärchnerstrasse í miðborg Vínar og reyndu að halda gleðinni þrátt fyrir vonbrigðin vegna frestunar tónleikanna.
Vín „Swift-ínur“ komu saman í Kärchnerstrasse í miðborg Vínar og reyndu að halda gleðinni þrátt fyrir vonbrigðin vegna frestunar tónleikanna. — AFP/Roland Schlager

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Austurríska leyniþjónustan greindi frá því í gær að 19 ára öfgamaður og stuðningsmaður hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams hefði lagt á ráðin um sjálfsvígsárás á tónleika, sem bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift ætlaði að halda í Vínarborg.

Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur meintum samverkamönnum sínum, sem báðir eru á táningsaldri, á miðvikudaginn áður en þeir gátu framið hin fyrirhuguðu voðaverk. Skipuleggjendur tónleikaferðar Swift ákváðu engu að síður að fresta þrennum tónleikum hennar, sem áttu að fara fram í gærkvöldi, í kvöld og annað kvöld.

Omar Haijawi-Pirchner, yfirmaður innanríkisleyniþjónustu Austurríkis, DSN, sagði að hinn nítján ára höfuðpaur hefði játað við yfirheyrslur að hann ætlaði að ráðast á tónleikana og ætlaði þar

...