Höfn Lögregla var með viðbúnað.
Höfn Lögregla var með viðbúnað. — Morgunblaðið/Eyþór

Lögregluaðgerð stóð yfir á hafnarsvæðinu á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi vegna vegna lítils báts sem kom þangað til hafnar fyrr um daginn.

Þetta staðfesti Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Nokkrir lögreglumenn voru við smábátahöfnina í bænum í gærkvöldi, samkvæmt heimildum mbl.is.

Lögregla vildi í gærkvöldi ekki veita nánari upplýsingar um málið og hvers eðlis það væri að öðru leyti en að það væri áfram í skoðun.