Obama greip þá undir handlegginn á forsetanum og leiddi hann út og var svo sannarlega ekki að leyna því hvað væri að gerast. Varaforseti Bidens sló ekki af sér að vitna í sífellu um það í hvílíku rosastuði Biden væri og nefndi sem dæmi að enginn embættismaður í Hvíta húsinu ætti roð við honum, hvert svo sem málið væri sem var til umræðu.
Lágafellskirkja.
Lágafellskirkja. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Það varð óneitanlega mikið áfall fyrir áætlanir og herstjórn Úkraínuhers og spurningu um trúverðugleika, þegar áætlun hennar um gagnsókn að Rússum fór að mestu út um þúfur. Þannig fór meðal annars vegna þess að tíðarfar í Úkraínu varð hernum óhagfellt og eins var viðspyrnan mun meiri af hálfu Rússa en gert hafði verið ráð fyrir. Það leiddi þó ekki til þess að farið væri að hinta að friðarviðræðum eða tímabundnum „vopnahléum“ sem er eins konar kækur hjá þeim sem þóttust í upphafi ætla að standa með Ísrael í gegnum þykkt og þunnt.

En á hinn bóginn varð ljóst að stuðningsríki Úkraínu, og þá ekki síst Bandaríkin, höfðu hálfu ári áður varað við því að það mundi óneitanlega hafa neikvæð áhrif á vopnastuðning þaðan, ef aðgerðir, sem miklar vonir höfðu verið bundnar við, rynnu nánast út í sandinn. En Úkraína náði i lok vikunnar að gera óvænta árás flauga inn

...