— AFP/Sandy Huffaker

Mikið var um dýrðir í dýragarðinum í San Diego á fimmtudaginn, en þá var tekið á móti tveimur nýjum risapöndum frá Kína. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem Kínverjar senda pöndur til Bandaríkjanna.

Hér má sjá karldýrið Yun Chuan sitja makindalega og gæða sér á dýrindis bambus á meðan móttökuhátíðin fór fram. Mátti hvarvetna sjá börn með sérstaka pönduhatta á meðan Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu lýsti því yfir að 8. ágúst væri nú opinber „pandadagur“ ríkisins. Yun Chuan og Xin Bao, maki hans, virtust hins vegar lítt skeyta um athyglina sem koma þeirra vakti.