Evrópskir ráðamenn hafa síðan tekið upp þennan sið, þar með íslenskir, sem sumir hverjir eru farnir að tvíta án afláts út í heim, óska hinum og þessum til hamingju, lýsa hryggð eða samfagna eftir atvikum eða einfaldlega segja kost og löst á mönnum og málefnum.

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Ekki þori ég að fullyrða að Donald Trump hafi verið fyrsti valdamaðurinn sem tjáði sig um heimsmálin með smáskilaboðum á spjallþræði sínum. Hitt held ég þó að sé örugglega rétt, að með honum á forsetastóli Bandaríkjanna hafi þessi tjáningarmáti valdafólks víða um lönd færst mjög í vöxt. Fyrst í stað þótti mörgum þetta ótilhlýðilegt en smám saman er heimurinn að venjast þessu og lætur gott heita.

Mörgum kann að þykja þetta vera smámál en þegar að er gáð er í þessum tjáningarmáta fólgin grundvallarbreyting frá því sem áður var.

Hinn hefðbundni máti stjórnvalda, sem og stofnana og fyrirtækja, við að koma yfirlýsingum sínum á framfæri var með

...