1953 „Vinnudagurinn er oft æði langur í síldarhrotunum, þegar stöðugur straumur er af síldarskipum í höfn, Þá erum við oft „ræstar“ um hánótt, ef til vill rétt eftir að gengið var til náða.“ Pálína Þórarinsdóttir síldarstúlka.
Pása Síldarstúlkur í kaffipásu á síldarplaninu snemma á 6. áratugnum. Myndin er frá Húsavík en ekki Raufarhöfn.
Pása Síldarstúlkur í kaffipásu á síldarplaninu snemma á 6. áratugnum. Myndin er frá Húsavík en ekki Raufarhöfn. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Baksvið

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

Mikið líf og fjör var norður á Raufarhöfn sumarið 1953 meðan stóra síldarhrotan stóð þar yfir. Það var víst, að sögn Morgunblaðsins, rétt eins og það var best á miklu síldarárunum, þegar skipin komu að landi með fullfermi af spriklandi síld dag eftir dag og viku eftir viku og síldarstúlkurnar unnu nótt með degi við söltunina.

Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, blaðamaður Morgunblaðsins og síðar þingmaður, annaðist m.a. þáttinn Kvenþjóðin og heimilið, en í lok ágúst fjallaði hún um síldarplönin. Þar fór mest fyrir konum og raunar sérstakt tækifæri til uppgripa fyrir þær. Karlarnir voru margir hverjir til sjós, að veiða síldina.

„Já það er stundum erfitt á

...