Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir hefur áfrýjað tíu ára fangelsisdómi sem hún hlaut í héraðsdómi fyrir sérlega hættulega líkamsárás, sem leiddi til andláts sambýlismanns hennar í svokölluðu Bátavogsmáli. Þetta staðfestir verjandi Dagbjartar, Arnar Kormákur Friðriksson
Dómsmál Dagbjört beitti sambýlismann sinn margþættu ofbeldi.
Dómsmál Dagbjört beitti sambýlismann sinn margþættu ofbeldi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir hefur áfrýjað tíu ára fangelsisdómi sem hún hlaut í héraðsdómi fyrir sérlega hættulega líkamsárás, sem leiddi til andláts sambýlismanns hennar í svokölluðu Bátavogsmáli. Þetta staðfestir verjandi Dagbjartar, Arnar Kormákur Friðriksson.

Dagbjört var upphaflega ákærð fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga sem sem felur í sér manndráp af ásetningi. Til vara var hún ákærð fyrir brot á 218. grein laganna sem felur

...