Spyrja má hvort einhver hafi raunverulega átt góða stund í samneyti við sjálfsafgreiðslukassa.
Hinn óviðjafnanlegi Kurt Vonnegut getur kennt okkur margt, eins og mikilvægi þess að fara út, hitta fólk og njóta þess að gera hversdagslega hluti.
Hinn óviðjafnanlegi Kurt Vonnegut getur kennt okkur margt, eins og mikilvægi þess að fara út, hitta fólk og njóta þess að gera hversdagslega hluti. — Morgunblaðið/KGA

Sjónarhorn

Kolbrún Berþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Á netsíðunni eirikurjonsson.is er rifjuð upp fræg frásögn rithöfundarins Kurts Vonnegut af því þegar hann fór að kaupa sér umslag. „Þú er ekki beinlínis fátækur,“ sagði kona hans, „af hverju kaupirðu ekki hundrað umslög á netinu? Þú færð þau send heim og geymir þau inni í skáp.“ Vonnegut tók ekki mark á þessu ráði enda var hann afar athugull og öðruvísi þenkjandi en margir aðrir. Hann fór út til að kaupa eitt umslag. Hann lýsti síðan því fólki sem hann hitti á leið sinni og á heimferðinni. Hann sá krakka að leik, veifaði til slökkviliðsmanna og gaf sig á tal við konu með hund. Þetta var einungis brot af því sem gerðist á ferð hans til og frá pósthúsinu. Hann hafði skemmt sér konunglega við þá einföldu athöfn að fara út, sjá

...