Í hringleikahúsinu eru tónleikar og óperusýningar.
Í hringleikahúsinu eru tónleikar og óperusýningar. — Wkipedia/ Mongolo

Víða má sjá hér á landi auglýsingar um fremur ódýrar ferðir til Veróna, hinnar fögru borgar sem Shakespeare gerði að leiksviði í Rómeó og Júlíu. Vegna tengingarinnar við Rómeó og Júlíu hefur Veróna verið kölluð borg ástarinnar. Í miðborg Veróna er heimili Júlíu og þangað liggur stöðugur straumur ferðamanna. Þar er hægt fyrir borgun að fara upp á svalirnar þar sem hún stóð meðan Rómeó fór með ástaróð. Einnig er hægt að setja til hennar bréf í póstkassa sem þarna er. Bréfritarar segja þar frá ástarsorgum sínum og von um að finna sanna ást. Sjálfboðaliðar svara síðan þeim þúsundum bréfa sem Júlíu berast ár hvert.

Kvikmyndin Letters to Juliet með Amöndu Seyfried vakti áhuga margra á þessum bréfaskriftum, sem höfðu lengi tíðkast. Í myndinni er aðalpersónan, Soffía, í hópi sjálfboðaliða sem svara bréfum til Júlíu.

Fyrir

...