Ef þú tábrotnar geturðu farið beint upp á slysó hvenær sem er sólarhringsins, en ef þú lendir í andlegu áfalli, missir einhvern nákominn eða lendir í hræðilegri ástarsorg, þá geturðu ekki leitað neitt.
Munkurinn við hafið eftir Caspar David Friedriech.
Munkurinn við hafið eftir Caspar David Friedriech.

Smitberinn

Halldór Armand

halldorarmand@- gmail.com

Við lifum í heimi sem lætur flesta hægt og rólega ganga af göflunum. Innihaldsleysi samfélags, þar sem allt snýst um að hagnast á öðrum með sem minnstri fyrirhöfn, komast einhvern veginn í kjötkatlana í krafti pólitískra tengsla, og þorri manna er tilneyddur til að selja bróðurpart sinna verðmætu hérvistardaga í þrældóm, er svo algjört að það er, eins og einn af okkar bestu rithöfundum komst einu sinni að orði, „full vinna að missa ekki vitið á Íslandi“. Erum við ekki annars mestu geðlyfjaætur í heimi?

Hinn (ríkis)kapítalíski veruleiki er þannig eitt stórt tilræði við andlega heilsu. Þá hefur líðan fólks hrakað mikið frá covid-tímanum þar sem almenningur var lokaður inni og einangraður í

...