Kínverskir leigutakar jarðarinnar Kárhóls í Þingeyjarsveit gáfu ekki samþykki sitt fyrir veðsetningu jarðarinnar þegar eigandinn, Aurora Observatory, sló 120 milljóna króna lán hjá Byggðastofnun fyrir fjórum árum.

Lánið er nú í vanskilum og hefur lánveitandi lagt fram nauðungarsölubeiðni hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, en krafan hljóðar nú upp á tæplega 180 milljónir króna. » 10