Guðrún Bjarnadóttir fæddist 30. janúar 1939. Hún lést 26. júlí 2024. Útför fór fram 9. ágúst 2024.

Það var gott að eiga Guðrúnu Bjarnadóttur að vini. Hún var kærleiksrík, umhyggjusöm, ljúf, jákvæð og glöð og auk þess skemmtileg og fróð og sagði skemmtilega frá. Allt þetta nýttist henni vel sem kennari og vinur.

Við Guðrún kynntumst fyrir meira en hálfri öld, þegar við urðum samkennarar í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Hún var sérlega góður kennari og samkennari, svo bæði nemendum og kennurum þótti vænt um hana. Það var allt svo gott, þegar Guðrún var nálæg og hennar saknað ef hún var fjarri. Einn morguninn spurði samkennari: „Hvar er Guðrún? Er hún ekki mætt?“ Nei, Guðrún var ekki mætt, því hún var að eignast sitt fyrsta barn, en hafði kennt daginn áður. „Var hún ófrísk?“ spurði kennarinn undrandi! Það hafði alveg farið fram

...