Stjórn smásölukeðjunnar Haga, sem rekur m.a. Bónus, Hagkaup og Olís, segir í fundarboði fyrir hluthafafund þann 30. ágúst nk. að upprunaleg tillaga um kaupréttarkerfi til handa lykil­starfsmönnum í félaginu hafi verið aðlöguð til að nálgast…
Kaup Finnur Oddsson forstjóri.
Kaup Finnur Oddsson forstjóri.

Stjórn smásölukeðjunnar Haga, sem rekur m.a. Bónus, Hagkaup og Olís, segir í fundarboði fyrir hluthafafund þann 30. ágúst nk. að upprunaleg tillaga um kaupréttarkerfi til handa lykil­starfsmönnum í félaginu hafi verið aðlöguð til að nálgast mismunandi viðhorf og væntingar eigenda til kaupréttakerfa, eins og það er orðað í fundarboðinu.

„Þar er vísað til þess að heildarfjöldi hluta í kaupréttarkerfi hefur verið minnkaður, hámarks úthlutun á hvern starfsmann lækkuð og vextir til leiðréttingar nýtingarverðs hækkaðir.“

Stjórnin segir að aðlögunin komi í kjölfar samtala sem hún átti við nokkra af stærstu eigendum félagsins í kjölfar aðalfundar í maí sl. þegar ákvörðun um kaupréttarkerfið var frestað.

Þátttakendur í kaupréttarkerfinu eru samkvæmt fundarboðinu forstjóri, framkvæmdastjórar og tilteknir starfsmenn í lykilstöðum. „Með kaupréttarkerfinu er viðhaldið langtíma hvatakerfi Haga hf. sem er ætlað að tvinna saman hagsmuni lykilstarfsmanna

...