Vandað námsefni krefst mikillar og nákvæmrar vinnu.
Kristín Bjarnadóttir
Kristín Bjarnadóttir

Kristín Bjarnadóttir

Undanfarið hefur farið fram umræða um námsefni í grunnskólum. Nemandi, sem hafði flust á milli skóla, var í viðtökuskóla talinn eftir á í námsefni í stærðfræði 7. bekkjar, sér í lagi hafði nemandinn hvorki lært algebru né aðra flókna stærðfræði í fyrri skóla. Námið hafði að mestu verið bókarlaust.

Kristrún Lind Birgisdóttir, sem veitt hefur skólaráðgjöf í Vesturbyggð og Tálknafirði, brást við umræðunni í viðtali við Morgunblaðið hinn 21. júní sl. Hún sagði unnið út frá hæfniviðmiðum sem tilgreind séu í aðalnámskrá. Ekki sé hægt að stýra með bókum hvernig unnið sé að ákveðinni hæfni. Sé nemendum ætlað að passa inn í þröngar, gamlar og úreltar námsbækur þurfi að skoða slíka skóla. Hún sagði námið í Tálknafjarðarskóla persónumiðað, byggist á styrkleikum barna, sé skapandi og hafi skýran tilgang. Nemendur þar hafi til dæmis unnið í

...