Hjördís Ágústsdóttir Briem fæddist 2. nóvember 1929. Hún lést 23. júlí 2024.

Útför Hjördísar fór fram 7. ágúst 2024.

Nú þegar við bræður kveðjum ömmu okkar Hjördísi minnumst við hennar með hlýhug og söknuði. Amma var góðmennskan uppmáluð, traust og umhyggjusöm. Hún og afi höfðu alltaf sérstakan áhuga á hvernig okkur vegnaði, bæði í námi og tómstundum og á seinni árum í starfi.

Okkur eru sérstaklega minnisstæðar heimsóknirnar í Helluland 19 á sumrin þegar við höfðum lokið knattspyrnuskólanum um hádegisbilið í Fagralundi. Alltaf beið okkar amma í eldhúsglugganum þar sem hún töfraði fram hvern réttinn á fætur öðrum. Eplakaka, kjötsúpa, grjónagrautur, ömmu múslí eða fiskur í raspi. Það virtist ekki skipta máli hvað var á boðstólum, allur matur smakkaðist aðeins betur hjá ömmu Hjördísi. Helluland var

...