Akademia nefnist ný sýning í Sveinssafni í Krýsuvík og fjallar um akademíurnar þrjár sem mótuðu líf og list myndlistarmannsins Sveins Björnssonar: Sjóinn, Júlíönu Sveinsdóttur frænku hans og Listaakademíuna í Kaupmannahöfn
Leitmotif „Ég er farinn að halda því á lofti að hann hafi verið einn helsti leitmotif-málari landsins,“ segir Erlendur.
Leitmotif „Ég er farinn að halda því á lofti að hann hafi verið einn helsti leitmotif-málari landsins,“ segir Erlendur. — Ljósmynd/Benedikt Elínbergsson

Viðtal

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

Akademia nefnist ný sýning í Sveinssafni í Krýsuvík og fjallar um akademíurnar þrjár sem mótuðu líf og list myndlistarmannsins Sveins Björnssonar: Sjóinn, Júlíönu Sveinsdóttur frænku hans og Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Sýningin opnaði í byrjun júní og er fyrri sýning Sveinssafns af tveimur fyrirhuguðum í tilefni af því að Sveinn hefði orðið 100 ára á næsta ári. Erlendur Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður og einn aðstandenda Sveinssafns, segir safnið standa á krossgötum þar sem tvísýnt sé um rekstur þess.

Teiknaði á dýptarmælispappírinn

„Sýningin fjallar í örstuttu máli um fæðingu listamanns,“ segir Erlendur í samtali við blaðamann. „Fjórtán ára gamall fór hann fyrst á

...